Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. nóvember 2022 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo sár út í Neville og Rooney - „Þeir eru ekki vinir mínir"
Cristiano Ronaldo og Gary Neville
Cristiano Ronaldo og Gary Neville
Mynd: Getty Images

Fótbolti.net greindi frá því í gær að Cristiano Ronaldo hafi svarað gagnrýni fyrrum liðsfélaga síns Wanye Rooney í viðtali við Piers Morgan.


„Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona mikið. Það er líklega af því ferillinn hans er búinn og ég er enn að spila í háum gæðaflokki,“ sagði Ronaldo við Morgan.

„Ég ætla ekki að segja ég líti betur út en hann, en það er samt satt,“ sagði Ronaldo ennfremur um Rooney.

Þá tjáði hann sig einnig um Gary Neville en eins og frægt er orðið lét Ronaldo eins og hann hafi ekki séð Neville þegar sá síðarnefndi var að vinna á Old Trafford fyrir Sky Sports fyrir leik liðsins.

„Þeir vita ekkert hvað er í gangi bak við luktar dyr, á æfingasvæðinu eða í lífi mínu. Þeir mega ekki bara hlusta á eina hlið, verða að hlusta á mína hlið líka. Það er auðvelt að gagnrýna en þeir vita ekki alla söguna,"

„Þeir eru ekki vinir mínir. Kannski verða þeir að gagnrýna til að verða frægari, ég skil þetta ekki. Þeir misnota nafnið mitt, það er eriftt að sjá fólk sem var með þér í klefanum gagnrýna þig svona. Ég missi ekki svefn yfir þessu en þetta er ekki gaman," sagði Ronaldo.  


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner