mán 14. nóvember 2022 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sito yfirgefur ÍBV (Staðfest)
Sito.
Sito.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Sito hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og mun ekki leika áfram með félaginu á næstu leiktíð.

Þetta kom fyrst fram í slúðurpakkanum í síðasta mánuði.

Sito kom fyrst til ÍBV frá Bandaríkjunum um mitt sumar 2015. Hann lék með liðinu út þá leiktíð, og kom svo aftur til Vestmannaeyja fyrir tímabilið 2020.

Hann spilaði 82 KSÍ leiki fyrir ÍBV og skoraði í þeim 28 mörk, þar af 13 mörk tímabilið 2021 þegar Eyjamenn tryggðu sér sæti í efstu deild. Var hann með markahærri mönnum deildarinnar það sumarið.

„Við þökkum Sito fyrir tímann hans hér í Eyjum og óskum honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur," segir í tilkynningu ÍBV.

Sito, sem spilaði 16 leiki í sumar og skoraði tvö mörk, hefur einnig leikið með Grindavík og Fylki hér á landi.

ÍBV hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner