Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 14. desember 2024 14:23
Brynjar Ingi Erluson
Bose-mótið: Luke Rae skoraði tvö í sigri KR á Fram
Luke Rae átti flottan leik gegn Fram
Luke Rae átti flottan leik gegn Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 3 KR
0-1 Luke Rae
1-1 Kennie Chopart
1-2 Björgvin Brimi Andrésson
1-3 Luke Rae

KR-ingar eru komnir í úrslit Bose-mótsins eftir að hafa unnið Fram, 3-1, á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag.

Leikurinn byrjaði með látum en það var Luke Rae sem kom gestunum í forystu snemma leiks áður en Kennie Chopart jafnaði gegn sínum gömlu félögum með skalla eftir hornspyrnu á 22. mínútu.

Hinn 16 ára gamli Björgvin Brimi Andrésson kom KR-ingum aftur í forystu á 57. mínútu áður en Luke Rae gerði út um leikinn níu mínútum síðar.

Annar sigur KR staðreynd sem er komið áfram í úrslitaleik mótsins en liðið mætir annað hvort HK eða Víkingi. Úrslitaleikurinn fer fram í febrúar á næsta ári.

Fram mætir Aftureldingu í lokaleik A-riðils þann 20. desember en hann verður spilaður á Fram-vellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner