Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 15. maí 2021 19:16
Victor Pálsson
Svíþjóð: Helsingborg tapaði heima
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg í kvöld sem spilaði við Östers í sænsku B-deildinni.

Böðvar spilaði allan leikinn í vinstri bakverði og lék Brandur Olsen einnig á miðju liðsins. Hann er fyrrum leikmaður FH.

Úrslitin voru ekki góð fyrir Helsingborg í kvöld en liðið tapaði 1-0 á heimavelli.

Þetta var fyrsta tap Helsingborg í deildinni en liðið hafði unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli fyrir viðureign dagsins.

Liðið er með níu stig í sjötta sætinu, þremur stigum frá toppliði Varnamo.
Athugasemdir