Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 15. maí 2021 16:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Alfreð kom inná í mikilvægum sigri - Lewandowski jafnaði metið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sjö leikir fóru fram í þýsku Bundesligunni í dag. Alfreð Finnbogason kom inná þegar um það bil korter var eftir af leik Augsburg og Werder Bremen.

Freiburg tóku á móti meisturum Bayern Munchen. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Robert Lewandowski og Leroy Sane skoruðu mörk Bayern. Mark Lewandowski var sögulegt. En þetta var fertugasta mark hans í deildinni á tímabilinu. Það er jöfnun á meti goðsagnarinnar Gerd Muller.

Augsburg sigraði Werder Bremen með tveimur mörkum gegn engu. Rani Khedira skoraði fyrra mark liðsins og Daniel Caligiuri það seinna úr vítaspyrnu á 90.mínútu. Eins og áður sagði kom Alfreð inná á 75. mínútu. Með þessum sigri er Augsburg sloppið við fall.

Það er mikil botnbarátta í deildinni en Höffenheim og Arminia Bielefeld skyldu jöfn, einnig Hertha Berlin og Köln. Köln og Bielefeld ásamt Werder Bremen eru í mikilli baráttu um að halda sér uppi.

Borussia M. 1 - 2 Stuttgart
1-0 Lars Stindl ('45 )
1-1 Wataru Endo ('72 )
1-2 Sasa Kalajdzic ('77 )

Bayer 1 - 1 Union Berlin
1-0 Florian Wirtz ('26 )
1-1 Joel Pohjanpalo ('72 )

Freiburg 2 - 2 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('26 , víti)
1-1 Manuel Gulde ('29 )
1-2 Leroy Sane ('53 )
2-2 Christian Gunter ('81 )

Hertha 0 - 0 Koln

Schalke 04 4 - 3 Eintracht Frankfurt
0-0 Klaas Jan Huntelaar ('15 , Misnotað víti)
1-0 Klaas Jan Huntelaar ('15 )
1-1 Andre Silva ('29 )
1-2 Obite Evan Ndicka ('51 )
2-2 Blendi Idrizi ('52 )
3-2 Florian Flick ('60 )
4-2 Matthew Hoppe ('64 )
4-3 Andre Silva ('72 )

Augsburg 2 - 0 Werder
1-0 Rani Khedira ('57 )
2-0 Daniel Caligiuri ('90 , víti)
Rautt spjald: ,Ruben Vargas, Augsburg ('13)Christian Gross, Werder ('49)

Arminia Bielefeld 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric ('5 )
1-1 Andreas Voglsammer ('23 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner