Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. maí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Lucas skoraði - Honved og Wroclaw björguðu sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Honved

Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum og skoraði í stórsigri varaliðs Real Madrid í dag. Andra var skipt inn í stöðunni 4-1 og gerði hann fimmta og síðasta mark Real skömmu síðar.


Varalið Real leikur í C-deild spænska boltans og þarf að sigra báða leikina sem eru eftir til að eiga möguleika á umspilssæti um sæti í B-deildinni.

Diego Jóhannesson Pando er þá samningsbundinn Albacete en hefur ekki verið í hóp lengi. Albacete er með Real í deild og er búið að tryggja sér umspilssæti eftir að hafa rétt misst af toppsætinu með tveimur tapleikjum í röð.

Guðlaugur Victor Pálsson fékk að spila síðasta hálftímann er Schalke tryggði sér toppsætið í B-deild þýska boltans með sigri í Nürnberg.

Schalke var búið að tryggja sér sæti í efstu deild en í dag tryggði liðið sér titilinn og fer upp um deild ásamt Werder Bremen sem lagði Regenseburg að velli. HSV endar í þriðja sæti, jafnt Darmstadt á stigum en með betri markatölu. HSV spilar því umspilsleiki við Hertha Berlin um síðasta lausa sætið í efstu deild.

Real Madrid B 5 - 1 Costa Brava
1-0 C. Dotor ('16)
2-0 A. Rodriguez ('19)
2-1 J. Monreal ('33)
3-1 S. Arribas ('39)
4-1 C. Dotor ('58)
5-1 Andri Lucas Guðjohnsen ('80)

Albacete 0 - 1 Gimnastic

Nurnberg 1 - 2 Schalke
0-1 Rodrigo Zalazar ('15)
1-1 Lucas Schleimer ('86)
1-2 Simon Terodde ('88)

Í Ungverjalandi sat Viðar Ari Jónsson á bekknum og horfði á liðsfélaga sína í Honved bjarga sér frá falli með fræknum sigri á erfiðum útivelli gegn Puskas Academy.

Puskas Academy sigldi lygnan sjó fyrir leik en gestirnir í Honved byrjuðu af miklum krafti og voru komnir tveimur mörkum yfir snemma leiks og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar, 1-2.

Jafntefli hefði nægt Honved til að halda sér í efstu deild en þeir tóku sigurinn og björguðu sér á lokadeginum.

Að lokum gerði Slask Wroclaw, lið Daníels Leó Grétarssonar, jafntefli við Stal Mielec í pólsku deildinni og nægði það til að bjarga félaginu frá falli.

Daníel Leó er fjarverandi vegna meiðsla en liðinu tókst að bjarga sér með að gera fimm sinnum 1-1 jafntefli í síðustu sex leikjum.

Puskas Academy 1 - 2 Honved

Stal Mielec 1 - 1 Slask Wroclaw


Athugasemdir
banner
banner