Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. júní 2018 13:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ramos vonar að Ronaldo verði ekki upp á sitt besta í dag
Ramos og Ronaldo á góðri stundu.
Ramos og Ronaldo á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Það er risaleikur á dagskrá á Heimsmeistaramótinu í kvöld þegar Portúgal og Spánn mætast í B riðli í Sochi.

Sergio Ramos, fyrirliði Spánverja var ekki í góðu skapi á blaðamannafundi í gær og líkti fundinum við jarðaför.

Nú þegar styttist í leik liðsins við Portúgal hefur Ramos látið hafa eftir sér að hann vonist eftir því að Cristiano Ronaldo verði ekki upp á sitt besta og kjósi frekar að spila með leikmanninum heldur en gegn honum.

„Ég myndi frekar vilja hafa hann með mér í liði en gegn. Við vitum hversu hættulegur hann getur verið, Við munum sjá leik fyrir alla fótboltaunnendur. Þetta verður fallegt, ég vona að Ronaldo eigi ekki sinn besta leik," sagði Ramos.

„Hann endaði tímabilið frábærlega. Hann er stanslaus ógn. Ekki aðeins Ronaldo, hópur Portúgala er mjög hæfileikaríkur. Það eru margir leikmenn sem geta refsað fljótt, mikið af hæfileikum og þeir eru öruggir varnarlega."

Spánverjar mæta til leiks eftir vægast sagt ævintýralega viku þar sem þjálfari liðsins, Julen Lopetegui var rekinn og Fernando Hierro tók við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner