Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. júní 2021 10:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur mætir besta liði Króatíu í 1. umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun var dregið í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. Íslandsmeistarar Vals voru í pottinum og fá þeir gífurlega erfitt verkefni.

Dinamo Zagreb, fjórfaldir króatískir meistarar, eru andstæðingar Vals.

Valur hefði einnig getað mætt Ferencváros frá Ungverjalandi, Zalgaris frá Litáen og Flora Tallin frá Eistlandi. Dinamo Zagreb var hæstskrifaðasta liðið af þessum fjórum.

Ef Valsmenn komast áfram fá þeir hið minnsta sex Evrópuleiki til viðbótar. Ef þeir tapa fara þeir í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar (Conference League).

Fyrri leikurinn fer fram 6. eða 7. júlí og seinni leikurinn viku síðar eða 13. eða 14. næsta mánaðar. Fyrri leikurinn fer fram í Zagreb og sá seinni á Origo vellinum.

Átta leikmenn í Dinamo Zagreb taka þátt í EM sem nú er í gangi.

Tvö Íslendingalið voru í pottinum. Riga FC, lið Axels Óskars Andréssonar, mætir Malmö og Bodö/Glimt, lið Alfonsar Sampsted, mætir Legia Varsjá.
Athugasemdir
banner
banner
banner