Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. júlí 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stefán: Forréttindi að hafa fengið að þjálfa KA - Mun skoða eigin mistök
Óskar Arnari og félaginu alls hins besta
Óli Stefán hætti með KA liðið í morgun.
Óli Stefán hætti með KA liðið í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA tilkynnti í dag að félagið og Óli Stefán Flóventsson hefðu komist að samkomulagi um að Óli myndi stíga frá borði sem þjálfari meistaraflokksliðs KA. Óli tók við liðinu fyrir tímabilið í fyrra og endaði með liðið í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Tímabilið í ár hefur farið mjög brösulega af stað hjá KA og er liðið með þrjú stig eftir fimm umferðir og var í dag tilkynnt að Arnar Grétarsson tæki við sem nýr þjálfari liðsins.

Óli skrifaði færslu á Facebook í kvöld sem má lesa hér að neðan. Hann þakkar fyrir tímann hjá KA og segir það hafa verið forréttindi að hafa starfað fyrir félagið. Óli segist þá ennfremur ætla að fara yfir tímann og læra af þeim mistökum sem hann hefur gert.

„Það má með sanni segja að dagurinn í dag hafi verið viðburðaríkur.
Ég hef síðustu tæp tvo ár þjálfað lið KA en í dag skildu leiðir.
Það hafa verið forréttindi að starfa fyrir þetta félag og eg hef notið tímans á Akureyri.
Í kringum félagið er fólk sem ég kann ótrúlega vel við. Þetta fólk leggur mikla vinnu í að koma KA áfram og verða það lið sem ég veit að það getur orðið.
Þessu fólki öllu saman ásamt stuðningsmönnum þakka ég samfylgdina og óska því ekkert nema góðs í framtíðinni.
Þjálfarateymið og leikmenn hafa gert í einu og öllu algjörlega það sem ég hef farið fram á, ég gæti ekki verið ánægðari með þeirra framlag.
Mér var treyst til þess að stýra skútunni ákveðna leið, leið sem hefur kannski ekki alltaf verið bein og greið en stefnan hefur samt sem áður alltaf verið skýr.
Ég er ánægður með þá leið sem við fórum í fyrra þar sem við sigldum skútunni í fimmta sæti Pepsí Max deildarinnar þrátt fyrir ólgusjó sem við lentum í á leiðinni.
Nú tekur nýr skipstjóri við og ég óska honum alls hins besta með þá heitu ósk um að hann komi skútunni í þá leið sem óskað er eftir.
Það mikilvægasta hjá mér er að fara yfir liðinn tíma með gagnrýnis gleraugun á. Ég þarf að skoða þau mistök sem ég sjálfur hef gert. Sumt sé ég mjög skýrt nú þegar en það tek ég með mér áfram og læri af.
Ég þakka fyrir þær kveðjur sem mér hafa borist í dag,"
skrifaði Óli


Athugasemdir
banner
banner
banner