Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Lille staðfestir að Gabriel verður seldur
Mynd: Getty Images
Gerard Lopez, forseti Lille, er búinn að staðfesta að varnarmaðurinn Gabriel Magalhaes muni yfirgefa félagið fyrir upphaf næstu leiktíðar.

Gabriel er eftirsóttur af félögum víða um Evrópu en líklegasti áfangastaður er talinn vera Napoli. Arsenal, Manchester United og Everton hafa einnig áhuga á þessum brasilíska miðverði.

Gabriel er 22 ára og gerði frábæra hluti í liði Lille á síðustu leiktíð. Hann á þrjá leiki að baki fyrir U20 landslið Brasilíu og er metinn á um 25 milljónir evra.

„Gabriel er ungur og öflugur leikmaður. Eins og staðan er núna þá er hann meðal tveggju bestu miðvarða frönsku deildarinnar," sagði Lopez við BBC Sport.

„Þetta mál er mjög einfalt, það eru mörg áhugasöm félög en leikmaðurinn þarf að taka ákvörðun um hvert hann vill fara. Ég held að hann taki ákvörðun í þessari viku eða næstu. Hann mun yfirgefa félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner