Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 15. september 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni einn af 43 áhorfendum í Fjarðabyggðarhöllinni
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom fram í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni að Bjarni Jóhannsson hefði verið í stúkunni í 3-1 tapi Njarðvíkur gegn Leikni Fáskrúðsfirði síðasta laugardag.

Tapið gerði það að verkum að Njarðvík á ekki lengur möguleika á að komast upp.

Fyrri leikur Njarðvíkur og Leiknis endaði 9-1 fyrir Njarðvík, en þeir enduðu á því að tapa í Fjarðabyggðarhöllinni.

Fram kom í síðasta mánuði að Bjarni hefði óskað eftir tímabundnu veikindaleyfi frá því að þjálfa liðið. Samið var um að Guðmundur Steinarsson og Hólmar Örn Rúnarsson myndu þjálfa liðið í hans fjarveru.

En í leiknum á móti Leikni var Guðmundur ekki á skýrslu og Hólmar Örn kom inn á sem varamaður á 55. mínútu. Bjarni sat á meðan upp í stúku að því er kom fram í Ástríðunni.

„Bjarni Jó var í stúkunni, trylltur allan leikinn," sagði Gylfi Tryggvason og spurði Sverrir Mar Smárason, þá: „Af hverju var hann ekki á skýrslu?"

„Það er það sem ég ætlaði að ræða við þig. Bjarni Jó var bara í stúkunni, brjálaður allan leikinn. Hann fór með austur og er einn af 43 áhorfendum í Fjarðabyggðarhöllinni," sagði Gylfi.

„Vá, hvað það er skrítið... þetta er eitt það skrítnasta sem ég hef heyrt," sagði Sverrir.

„Þetta var mjög grillað," sagði Gylfi en alla umræðuna má hlusta á hér að neðan.
Ástríðan - Húsavík nötraði og Höttur/Huginn tryggði sig upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner