Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 15. september 2021 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilaði með Rashford í U20 en nýtur þess núna að vera á Íslandi
Rees Greenwood fagnar marki með ÍR í sumar.
Rees Greenwood fagnar marki með ÍR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR.
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Strákarnir hjá ÍR eru búnir að vera frábærir, svo vingjarnlegir og þeir tóku mjög vel á móti mér'
'Strákarnir hjá ÍR eru búnir að vera frábærir, svo vingjarnlegir og þeir tóku mjög vel á móti mér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn Rees Greenwood gekk í raðir ÍR fyrir tímabilið og hefur átt öflugt sumar í 2. deildinni.

Ferill Greenwood er athyglisverður. Greenwood ólst upp hjá Sunderland og lék einn leik með liðinu í ensku úrvalsdeildinni vorið 2016 undir stjórn Sam Allardyce. Hinn 24 ára gamli Greenwood var þá í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Watford.

Hann var í enska U20 landsliðinu þar sem hann spilaði meðal annars með Marcus Rashford, leikmanni Manchester United.

Eftir að að hafa verið á mála hjá Sunderland fór hann til Gateshead í neðri deildum Englands og þaðan til Falkirk í Skotlandi. Hann fór að missa áhugann á því að spila fótbolta, en fann hungrið á nýjan leik eftir að hafa skipt um umboðsmann.

Hann spilaði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum áður en leiðin lá til Íslands fyrir þetta tímabil. „Ég fann hungrið að spila fótbolta aftur og um leið og umboðsmaður minn, Nick Mccreery, nefndi Ísland þá hafði ég áhuga."

„Leikmenn sem ég þekki, eins og Michael Newberry (fyrrum leikmaður Víkings Ó.) töluðu mjög vel um fótboltann í landinu og fólkið. Það var því engin spurning fyrir mig að koma hingað til að spila," segir Greenwood við Fótbolta.net.

Yrði ánægður að vera áfram á Íslandi
Samkvæmt upplýsingum frá Greenwood og umboðsmanni hans, þá er leikmaðurinn búinn að eiga 17 stoðsendingar í öllum keppnum í sumar. Hann sér alls ekki eftir ákvörðuninni að koma hingað til lands.

„Ég vissi ekki alveg nákvæmlega við hverju ég ætti að búast; ég kom með opnum huga og var tilbúinn aðlagast því sem myndi koma upp. Ég vildi bara einbeita mér að fótboltanum, fá mínútur og fyrst og fremst sjálfstraust."

„Strákarnir hjá ÍR eru búnir að vera frábærir, svo vingjarnlegir og þeir tóku mjög vel á móti mér. Ég verð líka að segja að þjálfarinn, Arnar (Hallsson), hefur verið stórkostlegur. Hann er búinn að ýta á mig og ég á honum mikið að þakka."

Á eftir spilar ÍR risastóran leik við ÍA í átta-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Ég býst við mjög góðum leik. Við ætlum að gefa þeim alvöru leik. Miðað við síðustu leiki í bikarnum, þá virðist okkur líða betur þegar við erum ekki sigurstranglegri. Það vilja allir spila í svona leikjum. Við munum gefa 100 prósent og það er engin pressa á okkur. Pressan er öll á þeim, við getum spilað okkar leik og notið þess. Við erum á heimavelli og það mun hjálpa okkur."

Tímabilið er að klárast. Hvað er næst á dagskrá hjá Greenwood? „Ég vil ná 20 stoðsendingum. Ég ætti að vera búinn að skora meira en mér finnst skemmtilegra að leggja upp."

„Eftir síðasta leik tímabilsins mun ég setjast niður með umboðsmanni mínum og skoða næsta skref. Ég er klárlega til í að vera áfram á Íslandi; ég hef notið þess að vera hérna á þessu tímabili," segir Greenwood.

Leikur ÍR og ÍA hefst 16:30 og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner