Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   þri 15. október 2024 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
Pep sannfærði Ederson um að vera áfram hjá City
Mynd: EPA
Brasilíski markvörðurinn Ederson Moraes var næstum því fluttur til Sádi-Arabíu í sumar þegar risatilboð barst þaðan, en Pep Guardiola sannfærði hann um að vera áfram á Englandi.

Ederson er aðalmarkvörðurinn hjá risaveldi Manchester City og var augljóslega mjög spenntur fyrir því að flytja til heitara lands og fá launahækkun á sama tíma, en Pep þjálfari lét hann skipta um skoðun.

„Það var virkilega gott tilboð á borðinu og ég þurfti að hugsa mig mjög vel um í sumar. Þetta var afar óvenjulegt tilboð og þess vegna þurfti ég mikinn tíma til að taka ákvörðun," segir Ederson um tilboðið frá Sádi-Arabíu.

„Ég átti óteljandi mikið af samræðum við Pep Guardiola um málið og það var hann sem sannfærði mig um að vera áfram."

Ederson er 31 árs gamall og með tæplega tvö ár eftir af samningi við Englandsmeistarana.
Athugasemdir
banner
banner