Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 15. desember 2019 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Jafnt á Old Trafford - Vertonghen tryggði sigur
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Old Trafford og Molineux.

Á Molineux sóttu gestirnir í Tottenham þrjú stig gegn Úlfunum. Lucas Moura kom gestunum yfir með góðu skotu úr teignum en Adama Traore jafnaði eftir undirbúning frá Raul Jimenez, öll mörk Traore á leiktíðinni hafa komið eftir sendingu frá Jimenez.

Það var svo á fyrstu mínútu uppbótartíma sem sigurmarkið kom. Christian Eriksen tók hornspyrnu sem Jan Vertonghen skallaði í netið.

Á Old Trafford var það Everton sem komst verðkuldað yfir á 36. mínútu. Leighton Baines tók þá hornspyrnu sem hrökk af Victor Lindelöf í netið.

Mason Greenwood kom inn á sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks og jafnað hann leikinn með góðu skoti eftir sendingu frá Daniel James.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Manchester Utd 1 - 1 Everton
0-1 Victor Lindelof ('36 , sjálfsmark)
1-1 Mason Greenwood ('77 )

Wolves 1 - 2 Tottenham
0-1 Lucas Moura ('8 )
1-1 Adama Traore ('67 )
1-2 Jan Vertonghen ('90 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner