sun 15. desember 2019 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær um markið: Þetta er brot
Mynd: Getty Images
„Við erum vonsviknir að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. Við fundum ekki réttu leiðina undir lokin til að tryggja sigur. Við héldum aftur af þeim og ef annað liðið átti að skora undir lokin þá var það mitt lið," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-1 jafntefli gegn Everton.

„Við komum til baka eftir vonbrigðin í fyrri hálfleik. Við eigum ekki að fá svona mörk á okkur en þetta var samt brot. Það þýðir samt ekki að kvarta núna en han setti hendurnar á öxlina á David þegar hann ætlaði að kýla í burtu."

Solskjær var þá spurður út Mason Greenwood sem skoraði jöfnunarmark United í leiknum. Greenwood kom inn á sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks.

„Það er erfitt að geta ekki byrjað með Greenwood. Hann er alltaf með sem þarf til þess að vera frábær og hann mun verða það hér."

„Ég þarf að gefa honum fleiri mínútur,"
sagði Solskjær að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner