Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. febrúar 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son sá fyrsti frá Asíu í 50 mörk
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min, framherji Tottenham, náði í dag þeim áfanga að verða fyrsti fótboltamaðurinn frá Asíu til að skora 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði tvennu þegar Tottenham lagði Aston Villa á útivelli. Sigurmarkið skoraði hann í uppbótartíma eftir slæm mistök hjá Bjorn Engels, varnarmanni Villa.

Hann hefur núna skorað 51 mark í 151 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann er langmarkahæstur Asíubúa í ensku úrvalsdeildinni. Næstur kemur Park Ji-sung, fyrrum leikmaður Manchester United, með 19 mörk.

Það er ekki nóg með að hann hafi skorað flest mörk allra Asíubúa í ensku úrvalsdeildinni, hann hefur einnig lagt upp flest mörk allra frá heimsálfunni í deild þeirra bestu á Englandi.

Son kom til Tottenham frá Bayer Leverkusen árið 2015 hefur hann gert flotta hluti í London.


Athugasemdir
banner
banner