Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   sun 16. febrúar 2025 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Kolo Muani með magnaða stoðsendingu til að sigra Inter
Kolo Muani er búinn að skora fimm mörk og gefa eina stoðsendingu í fjórum leikjum í Serie A.
Kolo Muani er búinn að skora fimm mörk og gefa eina stoðsendingu í fjórum leikjum í Serie A.
Mynd: Juventus
Juventus 1 - 0 Inter
1-0 Francisco Conceicao ('74)

Juventus tók á móti Inter í Ítalíuslagnum svokallaða sem er gríðarlega eftirvænt viðureign á hverju tímabili í efstu deild ítalska boltans, Serie A.

Liðin áttust við í kvöld og var staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem gestirnir í liði Inter voru óheppnir að taka ekki forystuna.

Inter fékk frábær færi en tókst ekki að nýta þau á meðan heimamenn í Juve sköpuðu sér einnig hættulegar stöður án þess að skora.

Thiago Motta hefur haldið þrumuræðu í hálfleik vegna þess að lærisveinar hans mættu grimmir til leiks út í seinni hálfleikinn og voru sterkari aðilinn.

Þeir fengu góð færi til að taka forystuna áður en Portúgalinn ungi Francisco Conceicao skoraði loks eftir stórkostlegan undirbúning frá Randal Kolo Muani. Markið kom á 74. mínútu og tókst Inter ekki að svara fyrir sig á lokakaflanum.

Lokatölur urðu því 1-0 fyrir Juventus, sem fer upp í Meistaradeildarsæti með þessum sigri, sem var sá þriðji í röð.

Ítalíumeistarar Inter gátu tekið toppsæti deildarinnar með sigri í kvöld en sitja þess í stað eftir í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Napoli.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner