Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. apríl 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Danir opna hliðin
Mynd: Getty Images
Í næstu viku verður áhorfendum hleypt aftur á vellina í dönsku úrvalsdeildinni en leikið hefur verið án áhorfenda vegna Covid-19 faraldursins.

Danir opna hliðin á ný en þó með ákveðnum takmörkunum og sóttvörnum. Tryggja verður eins meters fjarlægð milli sæta og halda hólfaskiptingu þar sem sérstakur inngangur verður fyrir hvern hóp.

Sem dæmi mun Bröndby geta tekið á móti um 8.500 áhorfendum á leikvangi sínum sem venjulega tekur á móti 28.000.

FC Kaupmannahöfn getur verið með 10.500 áhorfendur en Parken er með 38.000 sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner