Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi elskar að spila við Tottenham - „Hversu svalur?"
James Rodriguez og Gylfi.
James Rodriguez og Gylfi.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora fyrir Everton gegn sínum gömlu félögum í Tottenham.

Hægt er að sjá myndband af marki Gylfa með því að smella hérna.

Gylfi átti sendinguna inn í teiginn og James Rodriguez féll í teignum. Sergio Reguilon var hinn brotlegi. Reguilon kom aftan að Kólumbíumanninum og Rodriguez sparkaði í jörðina, og féll. Eftir VAR-skoðun var vítaspyrnan staðfest.

„Hversu svalur er Gylfi Sigurðsson á vítapunktinum. Hann er yfirvegaður og setur boltann í hornið," sagði Michael Brown, fyrrum miðjumaður Sheffield United, á BBC.

Gylfa finnst ekki leiðinlegt að spila gegn Tottenham. Fyrr á tímabilinu skoraði hann eitt og lagði upp þrjú í bikarleik gegn Spurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner