Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. maí 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. umferð - Getur verið óþolandi þegar þú heldur með hinu liðinu
Dofri Snorrason (Fjölnir)
Lengjudeildin
Dofri Snorrason.
Dofri Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnir úr Grafarvogi byrjar Lengjudeildina vel og er með sex stig að loknum tveimur umferðum og markatöluna 7-1.

Í 2. umferð deildarinnar vann liðið 4-1 sigur gegn Þór.

„Kraftur Fjölnismanna var of mikill fyrir Þórsliðið sem fann sig ekki í leiknum og voru skrefi á eftir Fjölnismönnum," skrifaði Daníel Már Aðalsteinsson sem textalýsti leiknum fyrir Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar Lengjudeildarinnar

Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, var á vellinum en hann er stuðningsmaður Þórs. Honum fannst reynsluboltinn Dofri Snorrason besti maður vallarins. Dofri er þekktari sem bakvörður en lék gríðarlega vel á miðsvæðinu.

„Mér finnst miklu betra að hafa hann þarna á miðjunni. Mér finnst Fjölnisliðið líta miklu betur út núna en í fyrra. Þú ert með þennan gæja sem getur verið pínu óþolandi ef þú heldur með hinu liðinu því hann er úti um allt. Hann var frábær í þessum leik. Að mínu mati var hann besti leikmaður Fjölnis," segir Sæbjörn í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Dofri verður 32 ára í sumar en þessi fyrrum leikmaður KR og Víkings er á sínu öðru tímabili í Grafarvoginum.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner