Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 16. maí 2022 11:15
Elvar Geir Magnússon
Lið 2. umferðar - Fjölnir og Selfoss á toppnum
Lengjudeildin
Aurelien Norest fagnar marki sínu gegn Aftureldingu.
Aurelien Norest fagnar marki sínu gegn Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss vann Gróttu.
Selfoss vann Gróttu.
Mynd: Hrefna Morthens
Kórdrengir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í stórleik 2. umferðar Lengjudeildarinnar á föstudagskvöld. Spánverjinn Iosu Villar var frábær á miðju heimamanna og var valinn maður leiksins.

Villar átti frábæra stoðsendingu í marki Kórdrengja og var svo nálægt því að skora sigurmarkið seint í leiknum en Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis, varði glæsilega frá honum. Ólafur er einmitt í liði umferðarinnar líkt og Villar.



Vestri svaraði tapinu í fyrstu umferð með því að sækja öll stigin í Mosfellsbæ og vann 2-0 útisigur gegn Aftureldingu. Föst leikatriði frá Deniz Yaldir reyndust gulls ígildi og Aurelien Norest var traustur ásamt því að skora í leiknum.

Andri Freyr Jónasson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni sem vann 4-1 stórsigur gegn Þór. Dofri Snorrason átti ákaflega öflugan leik á miðju Fjölnis og er einnig í úrvalsliðinu.

HK vann 3-1 útisigur gegn KV á Auto Park. Brassinn Bruno Soares stjórnaði vörn HK vel og var öruggur á boltann. Hassan Jalloh ógnaði mikið með hraða sínum, skoraði og olli usla í vörn KV.

Grindavík vann 3-0 sigur gegn Þrótti Vogum þar sem Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvívegis og var valinn maður leiksins.

Selfoss hefur unnið báða leiki sína í Lengjudeildinni en liðið lagði Gróttu 2-1. Adam Örn Sveinbjörnsson átti öflugan leik í miðverði Selfyssinga og Jón Vignir Pétursson var frábær á miðjunni. Þá er Dean Martin þjálfari umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner