Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. september 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Gunnar Nielsen skoðar næstu skref - Vill vera áfram á Íslandi
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segist ætla að skoða sína stöðu eftir tímabilið. Gunnar verður samningslaus í haust en hann hefur verið á bekknum hjá FH undanfarnar vikur á meðan hinn ungi Daði Freyr Arnarsson hefur verið í markinu.

Gunnar handleggsbrotnaði í leik gegn KA í maí og eftir að hann kom til baka hefur hann ekki náð að endurheimta sæti sitt í liðinu.

„Ég þarf að sjálfsögðu að tala við FH en ég er að skoða næstu skref. Ég er orðinn 32 ára og hef setið á bekknum undanfarið," sagði Gunnar við Fótbolta.net í dag.

„Ég er ekki að spila og Daði hefur staðið sig vel. Maður skilur hvernig fótboltinn er. Ég vil spila og er í toppstandi. Ég var að spila tvo leiki með færeyska landsliðinu."

Gunnar varði mark Stjörnunnar 2015 áður en hann gekk í raðir FH. Hann vill vera áfram á Íslandi.

„Ég er til í að vera áfram á Íslandi. Fjölslyldunni líður vel, konan er í vinnu hér, krakkarnir eru í skóla hér og ég er hálfur Íslendingur," sagði Gunnar.
Athugasemdir
banner