Gylfi Þór Sigurðsson verður með Val gegn KR í Bestu deildinni í kvöld. Veikindin sem herjuðu á hann í landsliðsverkefninu hafa ekki haft frekari áhrif á hann.
„Hann er klár í slaginn og hefur æft alla daga með okkur síðan hann kom frá landsliðinu. Hann er alveg tilbúinn," sagði Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, í " hádegisfréttum Bylgjunnar.
„Hann er klár í slaginn og hefur æft alla daga með okkur síðan hann kom frá landsliðinu. Hann er alveg tilbúinn," sagði Túfa, Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals, í " hádegisfréttum Bylgjunnar.
Orkuleysi var að hrjá Gylfa í fyrri leiknum í landsleikjaglugganum eftir að hann fékk magakveisu.
Um helgina var svo greint frá því að margir landsliðsmenn og einhverjir úr teymi landsliðsins hefðu fengið magakveisu eftir ferðina til Tyrklands.
Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld, Valur er í baráttu um Evrópusæti á meðan KR er þremur stigum frá fallsæti.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir