Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   mán 16. nóvember 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Gylfi: Monk sendi ekki SMS til að óska til hamingju
LG
Borgun
Gylfi í viðtali í dag.
Gylfi í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki hafa fengið neinar óskir frá Garry Monk, stjóra Swansea, um það hversu mikið hann myndi spila í vináttuleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu.

Gylfi spilaði allan leikinn gegn Pólverjum á föstudag og búast má við að hann verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Slóvökum annað kvöld. Monk hefur í það minnsta ekki óskað eftir að hann fái frí.

„Hann (Monk) er lítið að tala við leikmenn. Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Fyrst maður er kominn hingað þá er eina vitið að spila leikinn. Ég talaði aðeins við Lars á æfingunni í dag og hann vildi að ég myndi spila að minnsta kosti 45 mínútur. Ég verð vonandi klár í það."

Martin Skrtel og Marek Hamsik fá frí hjá Slóvökum á morgun en þeir eru tveir þekktustu leikmenn Slóvaka.

„Auðvitað væri skemmtilegast að spila á móti þeirra bestu leikmönnunum en maður bjóst við því fyrir þessa æfingaleiki að liðin myndu gefa yngri og óreyndari leikmönnum tækifæri á að sanna sig og sjá breiddina á hópunum fyrir mótið í sumar," sagði Gylfi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner