Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 16. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heskey vill Alaba til Liverpool - „Yngri útgáfan af James Milner"
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, fyrrum sóknarmaður Liverpool, vill að félagið kræki í varnarmanninn David Alaba frá Evrópumeisturum Bayern München.

Framtíð Alaba hjá Bayern er í mikilli óvissu en ekki hefur tekist að gera við hann nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið og eins staðan er núna, þá verður hann frjáls ferða sinna næsta sumar.

Önnur félög mega byrja að ræða við þennan 28 ára austurríska landsliðsmann í janúar.

Alaba getur spilað miðvörð, vinstri bakvörð eða á miðjunni og býr yfir gríðarlegri reynslu. Hann hefur verið hjá Bayern síðan 2008 og lyft gríðarlega mörgum bikurum. Heskey telur að Alaba yrði frábær leikmaður fyrir Liverpool.

„Hann er eins og yngri útgáfan af James Milner. Hann tikkar í öll boxin og gerir það vel," sagði Heskey við Rousing the Kop.

„Hann er sigurvegari og veit hvað þarf að gera til að vinna. Þú vilt hafa það í leikmannahópi þínum."

Liverpool væri mjög til í að hafa Alaba í sínum röðum núna, en mikil meiðsli eru í öftustu línu liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner