Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. janúar 2020 16:37
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Áfall fyrir KR - Emil sleit krossband og Finnur ristarbrotnaði
Emil spilar ekkert í sumar vegna meiðsla.
Emil spilar ekkert í sumar vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason og Emil Ásmundsson, leikmenn Íslandsmeistara KR eru báðir meiddir. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við 433.is.

Finnur Tómas, sem var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, ristarbrotnaði á æfingu hjá Rangers í Skotlandi þar sem hann var til reynslu.

„Hann brotnaði hjá Rangers. Finnur þarf að fara í aðgerð. Það eru þrír mánuðir eftir aðgerð, sem hann er frá. Vonandi kemst hann í aðgerð sem fyrst. Finnur missir líklega af byrjun Pepsi Max-deildarinnar." segir Rúnar við 433.is um varnarmanninn unga.

Emil, sem kom frá Fylki eftir síðasta tímabil, sleit krossband í leik með KR gegn Fylki fyrir viku síðan. Emil festi takkana í gervigrasinu í Egilshöll.

Emil, sem er miðjumaður, missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Hann skoraði eitt mark í átta leikjum fyrir Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Rúnar segist ekki vita hvort KR muni leita út á leikmannamarkaðinn eftir þessi tíðindi. „Við þurfum að taka stöðuna. Við erum með breiðan hóp en hann minnkar við þetta. Samkeppnin er minni, við sjáum stöðuna á næstu vikum." segir Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner