Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter upp að hlið nágranna sinna eftir sigur á Juventus
Mynd sem segir meira en þúsund orð.
Mynd sem segir meira en þúsund orð.
Mynd: Getty Images
Inter fór með sigur af hólmi gegn Cristiano Ronaldo og félögum Juventus í stórleik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arturo Vidal kom Inter yfir á 12. mínútu og þeir voru sterkari aðilinn í leiknum. Snemma í seinni hálfleiknum skoraði miðjumaðurinn Nicolo Barella annað markið og fann Juventus engin svör.

Lokatölur 2-0 fyrir Inter sem er í öðru sæti, með jafnmörg stig og nágrannar sínir í AC Milan. Hins vegar á AC Milan leik til góða gegn Cagliari á morgun. Ríkjandi Ítalíumeistarar Juventus eru í fimmta sæti, sjö stigum frá toppliðunum tveimur.

Atalanta er í sjötta sæti með stigi minna en Juventus eftir markalaust jafntefli við Genoa en hér að neðan má sjá öll úrslitin í leikjum dagsins á Ítalíu.

Atalanta 0 - 0 Genoa

Crotone 4 - 1 Benevento
0-1 Kamil Glik ('4 , sjálfsmark)
1-1 Simy ('29 )
2-1 Simy ('54 )
3-1 Milos Vulic ('65 )
3-2 Iago Falque ('82 )

Inter 2 - 0 Juventus
1-0 Arturo Vidal ('12 )
2-0 Nicolo Barella ('52 )

Sassuolo 1 - 1 Parma
0-1 Juraj Kucka ('37 )
1-1 Filip Djuricic ('90 , víti)

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Napoli skoraði sex gegn Fiorentina
Athugasemdir
banner
banner
banner