Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allt fór að tikka eftir að Róbert Orri kom inn á - Fyrsti leikurinn í 10 mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson lék sínar fyrstu mínútur með norska liðinu Kongsvinger á mánudag. Róbert er þar á láni frá CF Montreal í Kanada og getur norska félagið keypt hann í sumarglugganum.

Róbert, sem er fyrirliði U21 landsliðsins, hefur mikið glímt við meiðsli að undanförnu en er kominn aftur á völlinn.

Síðasti leikur Róberts fyrir leikinn gegn Egersund á mánudag var gegn Charlotte í MLS deildinni þann 24. júní á síðasta ári. Í bland við meiðsli voru tækifærin hjá Motnreal af skornum skammti.

Róbert, sem er örvfættur varnarmaður, kom inn á í stöðunni 1-3 fyrir Egersund þegar rúmlega tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Kongsvinger kom til baka á lokakaflanum og náði að fá stig út úr leiknum. Liðið er í 6. sæti norsku B-deildarinnar, með fimm stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Levanger um komandi helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner