Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Gríðarleg eftirvænting fyrir risaslagi kvöldsins
Mynd: Getty Images
Það ríkir ótrúlega mikil eftirvænting fyrir risaslagi kvöldsins í Meistaradeild Evrópu, þar sem ensku stórveldin Arsenal og Manchester City reyna að vinna sér inn farmiða í undanúrslitin.

Liðin mæta gríðarlega sterkum andstæðingum í kvöld, þar sem Arsenal heimsækir FC Bayern á meðan Man City fær Real Madrid í heimsókn.

Fyrri leikjunum lauk báðum með markamiklum jafnteflum, þar sem ekkert var gefið eftir og tíu mörk voru skoruð.

Hægt er að búast við svakalegri skemmtun á Etihad leikvanginum og Allianz Arena sem enginn fótboltaunnandi getur leyft sér að missa af.

Leikir kvöldsins:
19:00 Bayern - Arsenal
19:00 Man City - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner