Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. júlí 2022 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Fleiri myndir af Gylfa á leiknum - Eitt ár frá handtöku hans
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er núna eitt ár liðið frá því Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglunni í Bretlandi grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Það hefur verið í gangi rannsókn á málinu síðan og hefur Gylfi þurft að sæta farbanni á meðan. Hann hefur ekki mátt yfirgefa England í eitt ár núna.

Síðast var farbann Gylfa framlengt til 16. júlí, sem var í gær. Síðan hefur ekkert verið gefið út um að það verði framlengt frekar. Lögreglan hefur ekkert gefið út enn sem komið er og spurning hvað gerist. Það hlýtur að fara að fást einhver niðurstaða í þetta mál.

Gylfi spilaði ekkert fótbolta á síðustu leiktíð og er hann án félags eftir að samningur hans við Everton rann út.

Gylfi sást í fyrsta sinn opinberlega frá handtöku sinni á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumótinu á dögunum. Þar sá hann frænku sína, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, skora fyrir Íslands hönd.

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, var með myndavélina á leiknum og náði nokkrum myndum af Gylfa sem fylgja með þessari frétt.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og er Ísland með tvö stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner