Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 17. ágúst 2022 09:21
Elvar Geir Magnússon
Gæti verið löng bið eftir því hvort Gylfi verði ákærður eða ekki
Gylfi sást í fyrsta sinn opinberlega eftir handtökuna fyrr í sumar þegar hann mætti á tvo af landsleikjum Íslands á Evrópumóti kvenna.
Gylfi sást í fyrsta sinn opinberlega eftir handtökuna fyrr í sumar þegar hann mætti á tvo af landsleikjum Íslands á Evrópumóti kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrettán mánuðir síðan Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn og lögreglan í Manchester verst allra frétta af stöðu málsins. Það er mánuður síðan farbann Gylfa rann út, en hann hefur verið til rannsóknar í rúmt ár vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

„Farbannið er fallið niður og hann má því spila fótbolta hvar sem hann vill í heiminum. Svo er annað mál hvort að eitthvert félag vilji semja við hann. Verði hann ákærður þarf hann að mæta fyrir dóm og svara til saka. Niðurstaða í slíku máli mun hafa veruleg áhrif, enda yrði þá tekist á um sekt eða sýknu," segir lögfræðingurinn Páll Kristjánsson, sem einnig er formaður KR, í samtali við Vísi.

Páll segir að miðað við önnur kynferðisbrotamál virðist þetta mál í nokkuð hefðbundnum farvegi.

„Rannsóknin sem slík rýfur fyrningu, svo að málið fyrnist ekki á meðan það er í þessum farvegi. Ég held að það sé alveg vonlaust að segja til um hversu löng biðin verður í viðbót. Við gætum þurft að bíða 1-2 ár enn," segir Páll meðal annars við Vísi.

„En sú staðreynd hann sé laus úr farbanni og lögreglan telji ekki nauðsynlegt að tryggja nærveru hans lengur inn refsilögsögunnar gefur ágætis fyrirheit fyrir Gylfa um hverjar lyktir endanlega verða."
Athugasemdir
banner
banner
banner