Alejandro Garnacho er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum Manchester United þessa stundina.
Hann lenti upp á kant við Rúben Amorim, stjóra liðsins, eftir síðustu leiktíð og hefur skotið á félagið í gegnum samfélagsmiðla í sumar.
Hann lenti upp á kant við Rúben Amorim, stjóra liðsins, eftir síðustu leiktíð og hefur skotið á félagið í gegnum samfélagsmiðla í sumar.
Garnacho vill ólmur ganga í raðir Chelsea en Lundúnafélagið hefur hingað til ekki boðið nægilega mikið í hann. United vill fá 50 milljónir punda fyrir hann.
Man Utd leikur sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu gegn Arsenal í dag en fyrir leikinn í dag var búið að krota á mynd af Garnacho við Old Trafford.
Myndin er af leikmönnum Man Utd að fagna marki á síðasta tímabili og er Garnacho þar á meðal. Núna er hins vegar búið að krota á andlitið á honum en hér fyrir neðan má sjá myndina.
???? A detailed view of a poster picturing Alejandro Garnacho that has been vandalised outside the stadium #MUFC pic.twitter.com/dCw3uLvj9c
— United Zone (@ManUnitedZone_) August 17, 2025
Athugasemdir