Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 17. september 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Man Utd mætir C-deildarliði í deildabikarnum
Man Utd mætir Barnsley
Man Utd mætir Barnsley
Mynd: Getty Images
Hákon Rafn gæti byrjað hjá Brentford
Hákon Rafn gæti byrjað hjá Brentford
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þriðja umferð enska deildabikarsins hefst í kvöld með sjö leikjum en Manchester United tekur á móti Barnsley á Old Trafford á meðan Hákon Rafn Valdimarsson gæti spilað annan leik sinn með Brentford þegar liðið mætir Leyton Orient.

Nokkrir góðir slagir eru á dagskrá. Everton mætir Southampton á Goodison Park á meðan Stefán Teitur Þórðarson og hans menn í Preston spila við Fulham.

Crystal Palace heimsækir QPR og þá eru ágætis líkur á því að Hákon Rafn verði í rammanum hjá Brentford sem mætir C-deildarliði Leyton.

Hákon spilaði síðasta leik í deildabikarnum og varði víti er Brentford komst áfram.

Lærisveinar Erik ten Hag í Manchester United freista þá þess að komast áfram í næstu umferð. Liðið fær C-deildarlið Barnsley í heimsókn og má því búast við mörgum breytingum frá hollenska stjóranum.

Leikir dagsins:
18:30 Stoke City - Fleetwood Town
18:45 Blackpool - Sheff Wed
18:45 Brentford - Leyton Orient
18:45 Everton - Southampton
18:45 Preston NE - Fulham
18:45 QPR - Crystal Palace
19:00 Man Utd - Barnsley
Athugasemdir
banner