Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 17. október 2020 17:40
Victor Pálsson
Zidane: Þessar sögusagnir eru alltaf í gangi
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að félagið sé á eftir bæði Erling Haaland og Kylian Mbappe.

Um er að ræða tvo af efnilegustu leikmönnum heims en Haaland leikur með Borussia Dortmund en Mbappe með Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Mbappe er reglulega orðaður við spænska stórliðið en Zidane er lítið að hugsa út í þessar sögusagnir.

„Haaland er ekki minn leikmaður en hann er mjög góður. Hvað annað get ég sagt?" sagði Zidane.

„Þetta gerist alltaf. Það eru sögusagnir í gangi og ég er ekki bara að tala um hann eða Mbappe. Þetta hefur engin áhrif á okkur."

„Eins og þið vitið þá skiptir þetta engu máli því markaðurinn er lokaður og við notum þennan hóp sem við erum með."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner