Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Pope og Hudson-Odoi byrja gegn Kósóvó
Callum Hudson-Odoi mun byrja gegn Kósóvó
Callum Hudson-Odoi mun byrja gegn Kósóvó
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ætlar að gefa nokkrum leikmönnum tækifæri gegn Kósóvó í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

England er nú þegar búið að tryggja sæti sitt á EM og þá er liðið öruggt með toppsætið en liðið er með þriggja stiga forskot á Tékkland.

Raheem Sterling mun byrja gegn Kósóvó en þá fá þeir Nick Pope, markvörður Burnley og Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, tækifærið í byrjunarliðinu en Sky Sports greinir frá þessu.

Pope á aðeins einn leik að baki fyrir enska landsliðið en hann kom inná sem varamaður gegn Kosta Ríka á síðasta ári.

Hudson-Odoi á tvo leiki fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner