Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 18. janúar 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilja fá Solskjær aftur til Manchester United
Mynd: EPA
Ralf Rangnick var fenginn sem bráðabirgðarstjóri hjá Man Utd í lok nóvember eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn eftir slakt gengi.

Síðan Rangnick tók við hefur liðið unnið fjóra leiki, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar fimm stigum frá West Ham sem situr í 4. sæti og 11 stigum á eftir Chelsea sem er í 3. sæti.

United á þó tvo leiki til góða á bæði lið.

Liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð eftir að hafa komist í 2-0 en Sæbjörn Steinke og Sigurður Gísli Bond stuðningsmenn United veltu fyrir sér hvort Rangnick væri rétti maðurinn fyrir félagið í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn.

Sigurður sagðist vilja fá Ten Hag í sumar en hann hefur verið að gera góða hluti með Ajax síðustu ár.

„Man Utd voru miklu skemmtilegri þegar Solskjær var með þá, ég væri alveg til í að fá þann meistara aftur," sagði Sigurður og Sæbjörn tók undir það.

Arnór Gauti Ragnarsson var einnig gestur í þættinum en hann styður Southampton. Hann velti fyrir sér hvort þeir hefðu áhuga á því að fá Wayne Rooney en þeir töldu hann ekki klárann í verkefnið strax.
Enski boltinn - Vantar nýjan þjálfara og drulla mönnum burt
Athugasemdir
banner
banner