Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 18. janúar 2024 18:30
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur vann Guðna naumlega í könnun lesenda
Þorvaldur þjálfaði yngri landslið Íslands.
Þorvaldur þjálfaði yngri landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku á ársþingi KSÍ sem haldið verður þann 24. febrúar í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson, hans gamli félagi úr landsliðinu, eru þeir einu sem hafa staðfest framboð.

Síðustu daga hefur verið könnun á forsíðu Fótbolta.net þar sem spurt var: Hvorn vilt þú frekar sjá sem næsta formann KSÍ?

2.321 tók þátt í þessari könnun sem var heldur betur jöfn. Þorvaldur Örlygsson hlaut þó aðeins fleiri atkvæði, fékk rúmlega 51% atkvæða en Guðni Bergsson hlaut tæplega 49%.

Þessi könnun var aðallega til gamans gerð en það er auðvitað ekki hinn almenni fótboltaáhugamaður sem kýs nýjan formann heldur er það í höndum félaga landsins.
Mynd: Fótbolti.net

Athugasemdir
banner
banner