Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall kom við sögu þegar Sönderjyske tapaði dýrmætum stigum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sönderjyske 0-0 Vendsyssel

Kristall Máni Ingason kom inn á sem varamaður þegar Sönderjyske tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni í næst efstu deild í Danmörku í kvöld.


Hann kom inn á þegar um 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Vendsyssel.

Sönderjyske er á toppnum stigi á undan Álaborg þegar sex umferðir eru eftir en Álaborg á leik til góða gegn Kolding um helgina.

Sönderjyske hafði unnið tvo leiki í röð áður en kom að leiknum í kvöld en síðasta tap liðsins var einmitt gegn Álaborg í lok síðasta mánaðar.


Athugasemdir
banner
banner