Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. maí 2022 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Þróttur upp í annað sæti eftir öruggan sigur á Þór/KA
Þróttur er komið upp í 2. sæti deildarinnar
Þróttur er komið upp í 2. sæti deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 4 - 1 Þór/KA
1-0 Danielle Julia Marcano ('11 )
2-0 Murphy Alexandra Agnew ('22 )
3-0 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('28 )
3-1 Margrét Árnadóttir ('43 )
4-1 Murphy Alexandra Agnew ('58 )
Lestu um leikinn

Þróttur vann öruggan 4-1 sigur á Þór/KA í 5. umferð Bestu deildar kvenna á Þróttarvellinum í Laugardal í dag.

Danielle Julia Marcano var ekki lengi að taka forystuna fyrir Þrótt í leiknum en á 11. mínútu átti Katla Tryggvadóttir góða sendingu á hægri vænginn á Danielle, sem keyrði inn í teiginn, framhjá Hörpu Jóhannsdóttur áður en hún setti boltann í markið. Þriðja mark hennar í Bestu deildinni í sumar.

Þróttarar gengu á lagið og var það Murphy Agnew sem bætti við öðru aðeins ellefu mínútum síðar. Murphy hafði komist í dauðafæri stuttu áður en brást ekki bogalistin í þetta sinn og skoraði framhjá Hörpu eftir góða stoðsendingu frá Kötlu.

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var næst í röðinni. Andrea Rut Bjarnadóttir átti hornspyrnu sem Hörpu mistókst að halda og var Álfhildur rétt kona á réttum stað og kom boltanum í netið.

Þróttarar að dóminera leikinn en gestirnir fundu líflínu undir lok fyrri hálfleiksins er Margrét Árnadóttir skoraði eftir barning í teignum.

Heimakonur bættu við fjórða markinu í síðari hálfleik og aftur var það Murphy. Álfhildur Rósa átti laglega sendingu inn fyrir varnarlínu Þórs/KA á Murphy sem lék á Hörpu áður en hún gerði annað mark sitt í leiknum.

Þróttur vinnur sanngjarnan, 4-1, sigur á Þór/KA og er nú með 10 stig í 2. sæti deildarinnar en Þór/KA með 6 stig í 6. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner