Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 18. júlí 2022 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Einkunnagjöf Íslands: Besti leikur Söru á mótinu
Sara átti sinn besta leik á mótinu.
Sara átti sinn besta leik á mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís átti mjög góðan leik.
Glódís átti mjög góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í lokaleik sínum á EM. Liðið er því miður úr leik.

Hér að neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum í boði Nocco.


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Sandra Sigurðardóttir - 6
Fínn leikur hjá Söndru, gat lítið gert í markinu.

Guðný Árnadóttir - 5
Var í basli og virkaði ekki alveg tilbúin í verkefnið. Það er skiljanlegt í ljósi þess að hún hefur ekki spilað leik í meira en tvo mánuði. Var betri í seinni hálfleiknum.

Glódís Perla Viggósdóttir - 7
Var klobbuð í markinu en var annars mjög góð líkt og hún er vanalega.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 6
Leit illa út í markinu en náði að vinna sig ágætlega inn í leikinn eftir það.

Hallbera Guðný Gísladóttir - 6
Fínar hornspyrnur sem sköpuðu nokkuð mikla hættu. Hefði mátt fá að gera meira sóknarlega.

Dagný Brynjarsdóttir - 6
Hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar á þessu móti. Þarf mögulega að vera framar á vellinum. Skoraði úr vítinu.

Sara Björk Gunnarsdóttir - 8 - Besti leikmaður Íslands
Sýndi sitt rétta andlit. Það var meiri kraftur í henni og maður hefði bara viljað sjá hana klára leikinn. Hennar langbesti leikur á þessu Evrópumóti.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 7
Sýndi gæði sín en hefði alveg mátt vera meira í boltanum. Það gaf okkur meira að fá hana inn á miðjuna.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 5
Sveindís hefur ekki alveg náð að fylgja eftir frábærum fyrsta leik á þessu móti.

Agla María Albertsdóttir - 6
Var miklu betri í seinni hálfleik eftir frekar dapran fyrri hálfleik.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 6
Berglind vann mikla vinnu fyrir liðið og var mjög óheppin að skora ekki.

Varamenn:

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 6 ('60)
Ágætis innkoma en maður hefði alveg verið til í að sjá meira frá henni.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 6 ('60)
Fín innkoma, hún barðist og gerði það sem hún er vön að gera í íslenska landsliðsbúningnum. Náði í vítaspyrnuna.

Svava Rós Guðmundsdóttir - 6 ('60)
Gerði einu sinni ótrúlega vel, en þar hefði mátt vera betri síðasta sending.

Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner