Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 18. júlí 2022 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta sinn sem taplaus þjóð kemst ekki upp úr riðlinum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er fyrsta liðið til að detta úr leik í riðlakeppni Evrópumótsins án þess að tapa leik.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Ísland gerði 1-1 jafntefli við allar þjóðirnar í D-riðli Evrópumótsins, en liðið mætti Belgíu í fyrsta leiknum áður en það spilaði við Ítalíu í annarri umferð.

Dagný Brynjarsdóttir jafnaði síðan metin fyrir Ísland gegn Frökkum, seint í uppbótartíma. Markið gerði hún úr vítaspyrnu og hafnaði því Ísland í 3. sæti með 3 stig.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Evrópumótsins þar sem þjóð tapar ekki leik í riðlakeppninni en dettur samt úr leik þar sem Belgía vann Ítalíu, 1-0.


Athugasemdir