
Íslenska kvennalandsliðið er fyrsta liðið til að detta úr leik í riðlakeppni Evrópumótsins án þess að tapa leik.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Frakkland
Ísland gerði 1-1 jafntefli við allar þjóðirnar í D-riðli Evrópumótsins, en liðið mætti Belgíu í fyrsta leiknum áður en það spilaði við Ítalíu í annarri umferð.
Dagný Brynjarsdóttir jafnaði síðan metin fyrir Ísland gegn Frökkum, seint í uppbótartíma. Markið gerði hún úr vítaspyrnu og hafnaði því Ísland í 3. sæti með 3 stig.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu Evrópumótsins þar sem þjóð tapar ekki leik í riðlakeppninni en dettur samt úr leik þar sem Belgía vann Ítalíu, 1-0.
Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:
— Squawka (@Squawka) July 18, 2022
1-1 vs Belgium
1-1 vs Italy
1-1 vs France
Not the record they would have wanted. 😅 pic.twitter.com/S7dThMPUnX
Athugasemdir