
„Ég er eins og þú sagðir stoltur af mínu liði, ég get ekki sagt annað en að ég er stoltur. Við lögðum allt okkar í leikinn, reyndum að vinna leikinn og vildum vinna hann," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsiðsins, eftir jafntefli gegn Frakklandi í lokaleik Íslands á EM þetta árið. Jafnteflið þýðir að Ísland er úr leik, situr eftir með þrjú stig úr þremur leikjum.
Belgía fer áfram í undanúrslit með fjögur stig en Belgar lögðu Ítali í dag. Ef sá leikur hefði endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram í 8-liða úrslit.
Belgía fer áfram í undanúrslit með fjögur stig en Belgar lögðu Ítali í dag. Ef sá leikur hefði endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram í 8-liða úrslit.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Frakkland
Vissiru af stöðunni í hinum leiknum og var ástæðan fyrir skiptingunum í seinni hálfleik staðan í leik Belgíu og Ítalíu?
„Já, ég vissi hvernig staðan var. Ég var með símann í vasanum og ég vissi hvað var að gerast. Ég vissi að við þyrftum að skora tvö mörk til að fara áfram í næstu umferð. Við vildum byrja á því að skora eitt og koma svo seinna markinu inn en við skoruðum bara í lokin."
„Við töpuðum ekki í þessari keppni og ég er stoltur af liðinu og stoltur af stuðningsmönnunum!" sagði Steini á blaðamannafundi eftir leikinn.
Athugasemdir