lau 18. september 2021 12:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Enginn maður á Íslandi sem líður jafn illa þessa dagana"
Nikolaj fékk högg á ristina.
Nikolaj fékk högg á ristina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði með skalla.
Skoraði með skalla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen skoraði sitt fimmtánda mark í Pepsi Max-deildinni gegn HK um síðustu helgi. Nikolaj er markahæsti leikmaður deildarinnar, með fimm marka forystu í þeirri baráttu.

Nikolaj hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en harkar sig í gegnum þau.

„Þessi drengur, það er enginn maður á Íslandi sem líður jafn illa þessa dagana, hann er bara meiddur. Hann meira að segja var hamraður í ristina sem ég held að hann sé meiddur í í leiknum gegn HK. Ég hélt að hann væri að fara út af en nei, nei, hann haltrar einhvern veginn í gegnum þetta og auðvitað skorar hann."

„Djöfull er ég ánægður með hann,"
sagði Tómas Þór í Innkastinu.

Nikolaj fór af velli á 61. mínútu leiksins gegn HK en markið hafði hann skorað á 36. mínútu. Arnar Gunnlaugsson var eftir leikinn spurður út í stöðuna á Nikolaj.

„Það er bara sama, þetta snýst bara um að stýra sársaukanum. Hann var farinn að haltra allverulega og er eiginlega búinn að vera haltrandi alla vikuna."

„Það er er eitthvað smá vesen á kallinum, en drjúgur er hann. Hann má skora eitt mark í hverjum leik og fara út af á 60. mínútu mín vegna,"
sagði Arnar eftir leikinn gegn HK.

Nikolaj kom svo inná á 71. mínútu gegn Fylki í Mjólkurbikarnum á miðvikudag og spilaði síðustu tuttugu mínútur venjulegs leiktíma og alla framlenginguna. Næsti leikur Víkings er á útivelli gegn KR á morgun.
Arnar Gunnlaugs: Menn skynja að það er eitthvað að gerast
Innkastið - Öll spjót beinast að Heimi og Skagamenn sleppa
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner