Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick náði merkum áfanga hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.
Endrick er talinn efnilegasti leikmaður sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram í sviðsljósið.
Þessi 18 ára framherji vann fimm titla með Palmeiras áður en hann gekk í raðir Real Madrid í sumar.
Hann hefur komið með sterka innkomu af bekknum og átti hann eina slíka í 3-1 sigrinum á Stuttgart í gær, en hann skoraði þriðja markið í uppbótartíma.
Endrick varð um leið yngsti markaskorari Real Madrid í Meistaradeildinni.
Brassinn hefur aðeins spilað 23 mínútur í fimm leikjum á þessu tímabili og þegar kominn með tvö mörk.
?? Endrick makes Real Madrid history… becoming their youngest UCL goalscorer ever! ????????
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2024
La Liga debut goal and Champions League debut goal.
Two goals in 23 minutes so far as Real Madrid player. ???? pic.twitter.com/cjqtdBqjPk
Athugasemdir