Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 18. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Endrick í sögubækurnar hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick náði merkum áfanga hjá Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.

Endrick er talinn efnilegasti leikmaður sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram í sviðsljósið.

Þessi 18 ára framherji vann fimm titla með Palmeiras áður en hann gekk í raðir Real Madrid í sumar.

Hann hefur komið með sterka innkomu af bekknum og átti hann eina slíka í 3-1 sigrinum á Stuttgart í gær, en hann skoraði þriðja markið í uppbótartíma.

Endrick varð um leið yngsti markaskorari Real Madrid í Meistaradeildinni.

Brassinn hefur aðeins spilað 23 mínútur í fimm leikjum á þessu tímabili og þegar kominn með tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner