Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. október 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Klopp næstbesti stjóri heims
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið heimsækir Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn.

Manchester United goðsögnin Paul Scholes var gestur í morgunþætti hjá breska ríkisútvarpinu þar sem hann var spurður að því hvort Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, væri besti stjóri heims í dag?

„Ég segi að Pep Guardiola (stjóri Manchester City) sé sá besti. Ég veit að Liverpool er átta stigum á undan og vann Meistaradeildina en þeir hafa ekki unnið deildina enn," segir Scholes.

„Klopp er magnaður stjóri, ekki misskilja mig, og fótboltinn sem liðið spilar og leikstíllinn er magnaður. En eftir það sem Guardiola hefur gert þá tel ég hann vera bestan."

„Ég er með Guardiola númer eitt en Jurgen Klopp kemur rétt á eftir númer tvö."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner