Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Gonzalo: Hlakka til framtíðarinnar á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gonzalo Zamorano og ÍA komust að samkomulagi um starfslok eftir eitt tímabil á Akranesi.

Gonzalo er því frjáls ferða sinna og segist vilja spila áfram á Íslandi. Hann hefur verið hér á landi síðustu þrjú ár og var mikilvægur leikmaður bæði fyrir Hugin og Víking Ólafsvík.

„Þetta hefur verið mjög sveiflukennt ár á Akranesi. Ég átti frábært undirbúningstímabil en sumarið var bæði erfitt fyrir mig og liðið í heild," sagði Gonzalo í samtali við Fótbolta.net.

„Ég lærði mikið á þessu ári sem ég mun nýta mér í framtíðinni og er ég viss um að 2020 verður mitt ár. Markmiðið er að vera áfram á Íslandi, mér hefur liðið virkilega vel frá komu minni til landsins 2017.

„Nú er ég samningslaus og vonast til að finna félagið sem hentar mér og mínum eiginlekum best. Ég er á leið aftur til Madrídar núna og mun halda mér í formi á æfingum hjá liðinu úr mínum heimabæ.

„Ég hlakka til framtíðarinnar á Íslandi!"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner