Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane ekki hrifinn af Declan Rice
Mynd: Getty Images
Roy Keane hefur ekki miklar mætur á Declan Rice og gagnrýndi hann eftir 0-4 sigur Englands í Kósovó um helgina.

Rice byrjaði leikinn aftarlega á miðjunni og hakkaði Keane hann í sig að leikslokum sem knattspyrnusérfræðingur hjá ITV.

„Hvar þarf hann að bæta sig? Það er margt sem vantar í hans leik þó hann hafi fengið mikið lof síðustu mánuði. Ég hef fylgst náið með honum og þjálfaði hann áður en hann skipti úr írska landsliðinu yfir í það enska," sagði Keane.

„Hvar þarf hann að bæta sig? Hvar viltu að ég byrji? Hann er ekki nógu góður að staðsetja sig. Hann skilar inn misjöfnum frammistöðum. Hann fylgir manninum sínum ekki í hlaupum, Hann tapar boltanum alltof oft. Ég get haldið áfram."

Rice er fastamaður í liði West Ham og er Keane ekki hrifinn af frammistöðum hans á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner