Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. janúar 2020 16:31
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Burnley og Leicester: Pope maður leiksins
Mynd: Getty Images
Nick Pope var valinn maður leiksins er Burnley vann óvæntan sigur á Leicester.

Harvey Barnes kom Leicester yfir í fyrri hálfleik en Chris Wood og Ashley Westwood skoruðu fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Gestirnir frá Leicester lögðu mikið í sóknarleikinn í síðari hálfleik en Pope var stórkostlegur á milli stanganna og fær hann 9 í einkunnagjöf Sky Sports.

Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var versti maður vallarins ásamt Ben Mee og Jonny Evans. Þeir fá aðeins 5 í einkunn.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hópi Burnley vegna meiðsla.

Burnley: Pope (9), Tarkowski (6), Mee (5), Taylor (6), Bardsley (6), Westwood (7), Cork (6), McNeil (6), Hendrick (6), Wood (7), Rodriguez (6)

Leicester: Schmeichel (5), Ricardo (6), Soyuncu (6), Evans (5), Fuchs (6), Mendy (6), Perez (6), Praet (7), Maddison (6), Barnes (7), Vardy (6)
Varamenn: Tielemans (6), Iheanacho (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner