Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 19. janúar 2020 11:50
Ívan Guðjón Baldursson
Hamren: Þeir eru með gott lið og vilja sigur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er statt í Kaliforníu um þessar mundir til að spila æfingaleiki við Kanada og El Salvador.

Hólmar Örn Eyjólfsson gerði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Kanada síðasta fimmtudag. Leikurinn gegn El Salvador fer af stað á miðnætti í nótt.

Erik Hamren landsliðsþjálfari ræddi leikina og er hægt að sjá viðtal við hann hér fyrir neðan.

„Við erum búnir að skoða leikinn gegn Kanada gaumgæfilega. Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en ekki nógu góðan síðari hálfleik. Það var frábært að vinna fyrsta leik ársins," sagði Hamren.

„Ég býst við aðeins öðruvísi leik gegn El Salvador því þeir spila meira eins og þjóð frá Suður-Ameríku. Hjá þeim er lögð meiri áhersla á einstaklingsgæði heldur en hjá Kanada.

„Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru með gott lið, hafa verið að gera góða hluti að undanförnu og vilja vinna okkur."


Hamren ætlar að breyta byrjunarliði Íslands til að prófa nýja leikmenn. Hann segir Hannes Þór Halldórsson vera eina leikmanninn sem mun spila báða leikina í 90 mínútur.

Pablo Punyed, leikmaður KR, er í landsliðshóp El Salvador.


Athugasemdir
banner
banner
banner