Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. janúar 2020 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Balotelli fékk rautt í fyrsta leik Birkis - Jafnt hjá Inter
Sveinn Aron í byrjunarliði Spezia
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Inter gerði jafntefli við nýliða Lecce í ítalska boltanum í dag. Lecce hafði tapað þremur leikjum í röð og hefði Inter getað tekið toppsæti Serie A af Juventus með sigri.

Alessandro Bastoni kom inn sem varamaður í vörn Inter og skoraði með skalla eftir fyrirgjöf skömmu síðar. Fimm mínútum eftir markið jafnaði Marco Mancosu fyrir Lecce.

Alexis Sanchez var skipt inn undir lok leiksins en honum tókst ekki að breyta gangi mála og urðu lokatölur 1-1. Inter er því einu stigi á eftir toppliði Juve, sem á leik til góða. Lazio getur þá hirt annað sætið af Inter með sínum leik til góða.

Lecce 1 - 1 Inter
0-1 Alessandro Bastoni ('72)
1-1 Marco Mancosu ('77)

Birkir Bjarnason spilaði seinni hálfleikinn er Brescia gerði jafntefli við Cagliari á heimavelli.

Mario Balotelli kom inn af bekknum í liði heimamanna en fékk beint rautt spjald átta mínútum síðar, skömmu etir að hafa fengið gult fyrir brot.

Balotelli gerðist sekur um fáránlegt hættuspark þar sem takkarnir undir hægri skó hans voru kominn tæpa tvo metra upp í loftið.

Joao Pedro gerði bæði mörk Cagliari á meðan Ernesto Torregrossa gerði bæði mörk Brescia. Cagliari er í sjötta sæti með 30 stig eftir 20 umferðir, Brescia er í fallsæti með 15 stig.

Brescia 2 - 2 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('21)
1-1 Ernesto Torregrossa ('27)
2-1 Ernesto Torregrossa ('49)
2-2 Joao Pedro ('68, víti)Mario Balotelli, Brescia ('82)
Rautt spjald:

Bologna gerði þá jafntefli við Verona og eru tvö stig sem skilja liðin að um miðja deild.

Mattia Bani skoraði fyrir Bologna og fékk svo rautt spjald í síðari hálfleik. Fabio Borini kom inn eftir að Bani var rekinn útaf og gerði jöfnunarmark Verona.

Bologna 1 - 1 Verona
1-0 Mattia Bani ('20)
1-1 Fabio Borini ('81)
Rautt spjald: Mattia Bani, Bologna ('66)

Að lokum var Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliði Spezia í B-deildinni. Hann spilaði fyrstu 62 mínútur leiksins í 1-1 jafntefli gegn Cittadella.

Spezia er um miðja deild, með 25 stig eftir 19 umferðir. Liðið er þremur stigum frá umspilsbaráttunni og tveimur stigum frá fallbaráttunni í gríðarlega jafnri deild.

Spezia 1 - 1 Cittadella
1-0 Emmanuel Gyasi ('12)
1-1 Manuel Iori ('36, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner